Velkomin á Hótel Sögu 

Flestir þekkja Radisson BLU Hótel Sögu, hið rómaða hótel sem býr yfir meira en 50 ára sögu. Á þeim tíma höfum við komist að því að gæði, reynsla og þekking standa alltaf fyrir sínu og með því að vera hluti af alþjóðlegri keðju getum við gert enn betur. Á hótelinu eru 209 herbergi og svítur með stórkostlegu útsýni yfir miðborgina, út á haf og yfir háskólasvæðið. Öllum herbergjum fylgir þráðlaust net.

Hjá okkur stendur valið um þrjá glæsilega veitingastaði, allt eftir tilefninu og félagsskapnum hverju sinni. Við hefjum daginn á frískandi morgunverðarhlaðborði í Sunnusal. Í Skrúði er hægt að grípa sér kræsingar af hlaðborði í hádeginu sem og á kvöldin. Eftir daginn er gott að slaka á yfir hressandi kokteil og snarli á Mímisbar. Efst trónir svo Grillið, stoltið okkar og einn af fremstu veitingastöðum landsins, nú sem síðustu áratugi, þar sem matreiðslumeistarar okkar töfra fram nútímalega rétti úr frábæru, íslensku hráefni.

Radisson Blu Hótel Saga býður vel búna ráðstefnu- og fundarsali sem henta jafnt fyrir stóra sem smáa viðburði. Salirnir eru búnir besta fáanlega tækjakosti og þráðlaus háhraðanettenging er fyrir alla fundargesti. Sérhæft starfsfólk okkar veita gestum úrvalsþjónustu og veitingar við hæfi. Lykilorðin í þjónustunni eru fagmennska og sveigjanleiki.